Hjúkrunarheimilið Eyri Ísafirði

Við heimsóttum Pétur múrara og félaga á Ísafirði í síðustu viku þar sem þeir voru að hefja vinnu við múrklæðningu á hjúkrunarheimilinu Eyri. Um er að ræða tæplega 1.400 fermetra af Weber.therm XM klæðningu með Weber.sil TF síliconmúr sem lokaáferð. Aðalverktaki byggingarinnar eru Vestfirskir Verktakar og er stefnt á að klára vinnu við klæðningu fyrir veturinn. Við óskum þeim Ísfirðingum góðs gengis í sumar og vonandi er þetta byrjunin á góðu samstarfi við þá félaga.