MÁLNING

Weber Ltd UK framleiðir margar gerðir af utanhúsmálningu á múr og stein. Söluhæsta málningin okkar á íslandi Weber.coat málningarkerfið sem hefur ótrúlega endingu og einstakt veðrunarþol. Annarsvegar er um að ræða Weber.coat smooth sem er málningarkerfi á múr og stein sem samanstendur af acryl grunni og acryl málningu sem hvortveggja er vatnsþynnanlegt. Þetta málningarkerfi hentar sérstaklega vel á Weber-UK múrkerfi á einangrun sem hannað er með málningunni sem hefur verið á markaðnum á Íslandi í yfir 35 ár og hefur reynst einstaklega vel við Íslenskar aðst. Mörg dæmi eru um hús sem hafa ekki verið máluð aftur fyrr en eftir 25 ár án þess að brýn þörf væri á.

Hinsvegar er um að ræða málningarkerfi sem byggir á sama grunni en yfirmálningin er þykkmálning sem þéttir sprungur allt að 2mm víðar og getur hentað einstaklega vel á mikið sprungin hús eða þar sem von er á hreyfingu.Þetta kerfi hefur verið notað með mjög góðum árangri á íslandi með öðrum viðgerðarefnum frá Weber við sérstaka aðstæður, m.a. á mikið sprungin múrkerfi.Þykkmálningin andar þannig að hún heldur raka ekki inní sér þó hún myndi þykka húð.

Einnig bjóðum við Weber.sil P síliconmálningu sem er sérhönnuð fyrir sementsmúr, acrylmúr og síliconmúr og hefur mikla vatsnfælni.

Utanhúsmálning á múr og stein