Múr- og viðgerðarblöndur

Múr og viðgerðarblöndur (tecnical Morters) frá Weber Ltd UK hafa verið notaðar á Íslandi í yfir 35 ár. Vörulínan samanstenur af flotsteypum ,sementsbundnum, epoxy og polyester auk viðgerðarmúrs í miklu úrvali ásamt vörum til verndar á steinsteyptum mannvirkjum. Þeir bjóða einnig frábær viðgerðarefni fyrir svalir, tröppur og steinsteypt golf utanhúss.

Weber-Ltd sérhæfir sig í að þjónusta byggingargeirann í heild ásamt að sérhæfa sig í flugvallamannvirkjum, hafnarmannvirkjum, umferðarmannvirkjum, járnbrautarmannvirkum ásamt orkuverum og framleiðslufyrirtækjum af ýmsum toga. Dæmi um verkefni sem hafa verið unnin með Weber múrefnum á Íslandi eru: Viðgerð á norður/suður garði Reykjavíkurhafnar. Kranaspor í sundahöfn fyrir Eimskip. Grautun í aðrennslisgöngum Fljótsdalsvirkjunar. Grautun undir vélar og stöppla í Álverinu á Grundartanga. Stálrammar í kerskála Alcan í Staumsvík og ótal margt fleira.

Tæknimenn Weber.Ltd UK hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af notkun á efnunum og eru alltaf reiðubúnir að koma að því að leysa erfið sérhæfð verkefni.

Múr og viðgerðarblöndur frá Weber Ltd UK hafa verið notaðar á Íslandi í yfir 35 ár