Flotefni

Weber Ltd UK hefur framleitt flotefni í tugi ára og hefur verið á markaðnum á íslandi í 20 ár. Flotefni frá Weber Ltd UK er í háum gæðaflokki og hentar það vel undir öll gólfefni og gólflökk, bæði fyrir hefðbundna notkun og iðnaðar gólf.

Dæmi um stór verkefni sem unnin hafa verið með Weber flotefnum á Íslandi eru meðal annars:

Grand Hótel Reykjavík, Leifstöð endurbætur, Háskólinn á Akureyri, Hótel Skuggi og fjölmörg önnur stór og smá verkefni.

Weber Floor Level – Alhliða hraðþornandi flotefni 2 – 30 mm.
Hraðþornandi alhliða flotefni sem hentar á flest svæði til að jafna út gólf undir endanleg gólfefni. Frábærir floteiginleikar gera það gott undirlag undir flísar, parket, teppi, vínylefni o.fl. Hentar sem áferðarflot undir glærlökkun ásamt sterku yfirborðslakki. Þykktarsvið : 2–30 mm. Göngufært á 2-4 tímum. Má leggja gólfefni eftir 24 klst. Styrkur 25 N/mm2 +
Tækniblað: 11.150

Isocrete SL Base – Undirflot 3–50 mm.
Þykkflot fyrir stærri flotanir og ílagnir til að rétta af undir þynnri flotanir. Gott í rásir og göt. Göngufært á 2 – 4 tímum miðað við 10-20 mm. Vatnsþörf í 25 kg 3,5 l
Tækniblað: SL Base

Isocrete SL Renovation – Trefjaflot 5–50 mm.
Hraðþornandi dælanlegt og trefjastyrkt flotefni fyrir krefjandi aðstæður og yfir hitalagnir. Ætlað sem undirflot fyrir öll iðnaðarflot og önnur iðnaðargólfefni. Hentar einnig vel yfir hitalagnir og á önnur krefjandi svæði eins og timburgólf og illa sprungin gólf. Þykktarsvið : 5 – 50 mm. Gönguhæft á 2 – 4 tímum. Full umferð 2 dagar. Yfirborðsstyrkur C30
Tækniblað: Renovation

Isocrete 1500 Þunnflot – Umhverfisvænt.
Hraðþornandi þunnflot með frábæra floteiginleika og háan slitstyrk og hentar því vel undir dúka , vínylgolf og epoxylausnir. Göngufært á 2-4 tímum. Endanleg gólfefni 24 tímar. Vatnsþörf í 25 kg 6 – 6,5 l
Tækniblað: Iso 1500

Flowscreed Industrial Top – Iðnaðarflot
Níðsterkt , hraðþornandi iðnaðar og áferðarflot sem hentar vel vel fyrir krefjandi iðnaðargólf og sem endanlegt yfirborð eða sem undirlag fyrir iðnaðargólf. Hentar vel fyrir bílageymslur , flugskýli og önnur svæði þar sem krafist er mikillar hörku í yfirborði. Þykktarsvið: 5–30 mm. Yfirborðsstyrkur C55 Göngufært 2–4 tímar. Yfirborðsefni eftir 24 tíma.
Tækniblað: Industrial

Increte Level Top SP – Litað yfirborðsflot / hönnunarflot.
Litað yfirborðsflot í gráum tón til að fá nýtt og glæsilegt útlit á eldri gólf eða til að fá hönnunarútlit á nýsteypt gólf. Hægt að bæta út í ýmsum litum og strá litadufti yfir til að ná skemmtilegu hönnunarútliti og frábærum litaáhrifum. Má einnig draga þynnt yfir gólfið til að fá grófara útlit eða pólera flotað gólf á eftir til að ná glansandi sterku yfirborði. Til að ná áhrifum notast Stain crete eða Vibra stain efnin. Nánari upplýsingar hjá tæknimönnum okkar.
Tækniblað: Level Top

Flotefni í háum gæðaflokki sem hentar undir öll gólfefni og gólflökk