
Flotefni
Saint Gobein Weber Ltd UK hefur framleitt flotefni í tugi ára og hefur verið á markaðnum á Íslandi í 20 ár. Flotefni frá Weber Ltd UK er í háum gæðaflokki og hentar það vel undir öll gólfefni og gólflökk, bæði fyrir hefðbundna notkun og iðnaðargólf.
Dæmi um stór verkefni sem unnin hafa verið með Weber flotefnum á Íslandi eru meðal annars:
Grand Hótel Reykjavík, Leifstöð endurbætur, Háskólinn á Akureyri, Hótel Skuggi og fjölmörg önnur stór og smá verkefni.
Weber Floor Level – Alhliða flotefni í íbúðarhúsnæði 2 – 30 mm
Frábærir floteiginleikar , spennufrítt og góð viðloðun. Gönguhæft á 3 – 4 klst og leyfir yfirlögn gólfefna allt að 24 klst eftir lögn miðað við 5 mm þykkt. Notað á Íslandi í rúm 20 ár á þúsundir fermetra í byggingariðnaði.
Tækniblað: 11.150 weberfloor level
Weberfloor Smooth Rapid – Hraðþornandi og þunnfljótandi flotefni með góðan styrk. Þykktarsvið 2 – 30 mm
Gefur slétt og sterkt undirlag undir öll helstu gólfefni eða sem yfirborðsefni undir lökkun. Leyfir yfirlögn á gólfefnum eftir stuttan tíma eða 24 klst á hverja 10 mm
Tækniblað: weberfloor smooth rapid 4160
Weber.Floor 4310 Fiber Flow – Tefjastyrkt flotefni fyrir timburgólf og hitalagnir
Góðir floteiginleikar, mikið þykktarsvið og inniheldur trefjar sem geriri það sterkt og sveigjanlegt fyrir erfiðar aðstæður eins og yfir hitamottur , timburgólf eða lélegt steypu eða ílagnar undirlag. Þykktarsvið 5 – 50 mm
Tækniblað: Webefloor 4310
Weberfloor 4610 Industrial Top – Hágæða iðnaðarflot fyrir krefjandi aðstæður.
Slitsterkt og með góða floteiginleika. Hentar vel til að slétta út gólf sem þurfa að þola mikið álag lyftara , ökutækja eða mikillar gönguumferðar. Myndar sterkt og stöðugt undirlag undir yfirborðsefni úr PU , Acryl eða Epoxy.
Tækniblað: Weberfloor 4610
Velosit flotefni
Hágæða þýsk flotefni frá Velosit GMBH & Co sem byggjanst á hinni einstöku Velosit CSA Binder formúlu sem Velosit notar í alla sína vörulínu. Með því að nota þessa formúlu í flotefnin næst meiri styrkur , meiri vatnsheldni og þau verða fljótari að ná fullum styrk en hefðbundin flotefni.
Velosit SL 503 Iðnaðarflot C60
Öflugt iðnaðar og útiflot með mikinn slitstyrk fyrir iðnaðargólf , bílastæðahús , innkeyrslur , svalir , tröppur ofl. Þykktarsvið 3 – 38 mm. Byggist á formúlu úr CSA binder sem veitir efninu hinn mikla styrk ásamt góðu vatnsþoli og lágmarkar líkur á mikro sprungum og rýrnun. Þrýstistyrkur 60 mpa.
Tækniblað: Velosit SL 503
Velosit SL 506 Þunnflot 1 – 12 mm
Þunnfljótandi flotefni sem hentar vel undir teppi , dúka , vínyl og fleiri gólfefni en er einnig hentugt sem sjónflot undir lökkun í steypugráum lit. Auðvelt að slípa , jafnvel með sandpappírsvél og auðvelt að eyða út ( feather edge )
Tækniblað: Velosit 506
Velosit SC 244 Ílagnaflot / Trefjaflot ( Væntanlegt )
Tilbúin sementsbundinn ílögn með trefjum og góða floteiginleika og mikið þykktarsvið. Byggist á CSA Binder formúlunni og nær því góðum styrk , má nota úti og inni og hefur lágmarks rýrnun eða spennu. Má nota yfir gólfhitamottur eða plötur ásamt því að vera tilvalið í fyllingar á lagnagötum og dýpri svæðum
Tækniblað: Velosit SC244