Flotefni

Weber Ltd UK hefur framleitt flotefni í tugi ára og hefur verið á markaðnum á íslandi í 20 ár. Flotefni frá Weber Ltd UK er í háum gæðaflokki og hentar það vel undir öll gólfefni og gólflökk, bæði fyrir hefðbundna notkun og iðnaðar gólf.

Dæmi um stór verkefni sem unnin hafa verið með Weber flotefnum á Íslandi eru meðal annars:

Grand Hótel Reykjavík, Leifstöð endurbætur, Háskólinn á Akureyri, Hótel Skuggi og fjölmörg önnur stór og smá verkefni.

Weber Floor Level – Alhliða hraðþornandi flotefni 2 – 30 mm.

Hraðþornandi alhliða flotefni sem hentar á flest svæði til að jafna út gólf undir endanleg gólfefni. Frábærir floteiginleikar gera það gott undirlag undir flísar, parket, teppi, vínylefni o.fl. Hentar sem áferðarflot undir glærlökkun ásamt sterku yfirborðslakki. Þykktarsvið : 2–30 mm. Göngufært á 2-4 tímum. Má leggja gólfefni eftir 24 klst. Styrkur 25 N/mm2 +
Tækniblað: 11.150 weberfloor level

Weber.Floor 4310  Fiber Flow

Weberfloor 4310 fibre flow er trefjastyrkt flotefni með góða floteiginleika bæði til að hræra með hæggengri hrærivél eða til dælingar með múrdælu. Ætlað til notkunar yfir veikt undirlag eins og hitamottur , einangrun , trégólf , sprungin steypt gólf o.s.frv. Þykktarsvið frá 5 – 50 mm , hraðþornandi  og gönguhæft eftir 1-3 klst

Tækniblað: weberfloor-4610-data-sheet12

Weberfloor 4610 Industrial Top

Weberfloor 4610 Industrial Top er hágæða iðnaðarflotefni sem er með mikinn slitstyrk og getur staðið eitt og sér með hentugu yfirborðsefni. Það er hannað til að þola þunga umferð í  iðnaði og hentar einnig vel sem yfirborðsflotefni á gólfum með mikla gönguumferð þar sem leitast er eftir sjónsteypuáferð. Þykktarsvið frá -15 mm , gönguhæft á 2-4 klst og hæft fyrir létta umferð eftir 24 klst. Afar slétt og góð áferð og gott slitþol við erfiðar aðstæður.

Tækniblað: weberfloor-4610-data-sheet1

 

Flotefni í háum gæðaflokki sem hentar undir öll gólfefni og gólflökk