Grautunarefni - Þansteypa

Grautunarefni frá Weber Ltd UK hafa verið notuð á Íslandi í áraraðir. Vörulínan samanstendur af breiðu úrvali allt frá sementsbundnum grautunarefnum, epoxy og polyester. Weber-Ltd sérhæfir sig í að þjónusta byggingargeirann í heild ásamt að sérhæfa sig í flugvallamannvirkjum, hafnarmannvirkjum, umferðarmannvirkjum, járnbrautarmannvirkum ásamt orkuverum og framleiðslufyrirtækjum af ýmsum toga.

Dæmi um verkefni sem hafa verið unnin með Weber múrefnum á Íslandi eru: Kranaspor í sundahöfn fyrir Eimskip. Grautun í aðrennslisgöngum Fljótsdalsvirkjunar. Grautun undir vélar og stöppla í Álverinu á Grundartanga. Stálrammar í kerskála Alcan í Staumsvík og margt fleira.

Velosit  NG 512 – Hástyrkleika Þansteypa 90 mpa

Trefjastyrkt Þansteypa með floteiginleika til að grauta undir undirstöður , undir glugga , fylla ójöfnur , samsteypa milli eininga o .fl  í þykktum frá 12 mm – 125 mm. Þrýstistyrkur 90 mpa. Má hleypa umferð eftir 6 klst

Tækniblað: Velosit NG 512

Five Star Grout – Þansteypa.
Til grautunar undir vélasamstæður , stálstöpla , bita , hurðir og fl. Góðir floteiginleikar og mikill styrkur. Þykktarsvið 10 – 100.
Fyrir meiri þykktir þarf að bæta við 6-8 mm möl.
Tækniblað: 04.001

Weber Cem grout Eco.
Grautunarefni / þansteypa til að steypa undir vélasamstæður , stálbita og önnur járnmannvirki. Einnig í samskeyti á forsteyptum einingum.
Þykktarsvið 10 – 100 mm. Þrýstiþol 55 N/mm2 eftir 28 daga.
Tækniblað:  G.035 – Webercem Grout Eco

Five Star Repairing Concrete.
Rýrnunarlaus fljótandi viðgerðarblanda fyrir krefjandi aðstæður. Sérhönnuð fyrir viðgerðir i gólfum á umferðar og hafnarmannvirkjum auk til viðgerða á steyptum bitum og súlum í öðrum íbúðarmannvirkjum. Þykktarsvið 15 – 500 mm , lágmarksviðgerð 15 mm. Þrýstiþol > 65 N/mm2 eftir 28 daga.
Tækniblað: 04.020

Weberec cable grout
Hraðþornandi Polyester grautanefni með mikið beygjuþol og góða floteiginleika. Hannað til að fylla í raufar og rásir fyrir kapla og lagnir á flugbrautum og vegum. Einnig hentugt fyrir hvers konar grautanir í raufar þar sem mikið reynir á og viðloðun og styrkur þarf að vera mikill t.d í álverum og öðrum þungum iðnaði.

Webertec Grout FG

Hraðþornandi , hástyrkleika polyester grautur til að grauta í samskeyti , raufar og til að festa bolta og aðrar járnfestingar. Hægt að nota niður í 0 C°. Þykktarsvið frá 5 mm – 90 mm eftir því hve mikið er sett af íblöndunarmöl saman við efnið.

Grautunarefni frá Weber Ltd UK hafa verið notuð á Íslandi í áraraðir