Inndælingarefni í sprungur

Múrefni ehf býður upp á heildarlausnir í inndælingarefnum til sprunguþéttinga frá þýska fyrirtækinu Arcan Waterproofing sem hefur áratuga reynslu af framleiðslu á vatnsþéttiefnum fyrir mannvirkjageirann.

Hvort sem verið er að berjast við leka útfrá sprungum í mannvirkjum eða rennandi vatn í jarðgöngum þá höfum við lausnina fyrir verkefnið. Við vinnum með fagmönnum sem hafa þjálfun í sprunguþéttingum og með tæknimönnum Arcan Waterproofing sem hafa mikla reynslu að glíma við fjölbreytt lekavandamál í hinum ýmsu byggingum og mannvirkjum.

Við bjóðum bæði hefðbundin inndælingarefni úr Polyurethan , Epoxy og Acryl en einnig nýtt og byltingarkennt efni úr Integral sem er einþátta og umhverfisvænt efni með einstaka eiginleika sem auðveldar vinnu við inndælingar og hægt að nota við fjölbreyttari aðstæður.

Sjá verklýsingu

3 algengustu inndælingarefnin í vatnsþéttingar á sprungum

 Arcan Hydrobloc PU 506 Inndælingarefni

Teygjanlegt , þunnfljótandi PUR Inndælingarefni til vatnsþéttinga á sprungum.

HydroBloc-506 er 2 þátta PUR Inndælingarefni fyrir sprungur. Það er þunnfljótandi og smýgur því vel inn í fínar holur og sprungur í steypunni. Virka efnið í PUR 506 er Polyurethan plastic sem er með frábæra viðloðun við öll helstu byggingarefni auk þess sem viðnám þess er mjög gott.

Helstu notkunareiginleikar eru að þétta hreiður og steypuskil í steypu gegn vatnsleka auk til inndælingar gegnum nippla í sprungur og til að dæla í inndælingaslöngur.

Bæði Resin og herðir blandast í hlutföllunum 1:1. Þessi notendavænu hlutföll auk langs vinnslutíma gera HydroBloc 506 að efni sem er auðvelt og þægilegt í vinnslu.

Sjá nánari upplýsingar á tæknilýsingablaði.

 

Arcan Hydrobloc 575 Integral Einþátta Inndælingarefni

Hydrobloc 575 er hágæða teygjanlegt , ( Swellable ) einþátta inndælingarefni til vatnsþéttinga i sprungum , plötuskilum og steypuhreiðrum. Það myndar ekki frauð og harðnar í gegn og nær frábærri viðloðun við steinsteypu og önnur byggingarefni. Það byggir á nýrri tækni sem Arcan GMBH hefur einkaleyfi á.

Hydrobloc 575 er einþátta og tilbúið til notkunar og þarf því ekki að blanda saman tveimur efnum. Þetta gerir efnið einfalt og þægilegt í notkun og lágmarkar mistök og afföll við blöndun á verkstað. Þegar efnið er harðnað þenst það út þegar það kemst í snertingu við vatn. Það lagar sig samstundis að holrýminu sem því er sprautað inn í og myndar svokallað „ Self healing effect „

Sjá nánari upplýsingar á tæknilýsingablaði.

 

Arcan HydroBloc 510 Foam – PU Inndælingarefni  sem þenst út.

HydroBloc PU 510 er hefðbundið , hraðvirkt PU Inndælingarefni sem þenst mikið út þegar það kemst í snertingu við vatn eða það virkjað með Catalyst herðir. Þegar efnið hefur þanist út og fyllt sprungu eða holrými breytist harðnað efnið í sterkt, stöðugt og teygjanlegt frauð sem þéttir vel gegn vatni. Yfirleitt næst bestur árangur með að bæta réttu magni af Hydrocat 513 eða 514 Catalyst herðir í efnið. Með því er engin þörf að dæla fyrst efni í sprunguna eða rýmið og þannig sparast tími og verkið verður einfaldara.

Algengir notkunarstaðir eru lekar sprungur , sprungur með rennandi vatnsþrýstingi , samskeyti , plötuskil , jarðgöng , kjallarar og fl staðir sem þarf að þétta gegn vatni.

Sjá nánari upplýsingar á tæknilýsingablaði.

Múrefni og viðgerðarblöndur frá Weber Ltd UK hafa verið notaðar á Íslandi í yfir 35 ár