Málning og grunnar

Weber Ltd UK framleiðir margar gerðir af utanhúsmálningu á múr og stein. Söluhæsta málningin okkar á íslandi Weber.coat málningarkerfið sem hefur ótrúlega endingu og einstakt veðrunarþol. Annarsvegar er um að ræða Weber.coat smooth sem er málningarkerfi á múr og stein sem samanstendur af acryl grunni og acryl málningu sem hvortveggja er vatnsþynnanlegt. Þetta málningarkerfi hentar sérstaklega vel á Weber-UK múrkerfi á einangrun sem hannað er með málningunni sem hefur verið á markaðnum á Íslandi í yfir 35 ár og hefur reynst einstaklega vel við Íslenskar aðstæður.

Hinsvegar er um að ræða málningarkerfi sem byggir á sama grunni en yfirmálningin er þykkmálning sem þéttir sprungur allt að 2mm víðar og getur hentað einstaklega vel á mikið sprungin hús eða þar sem von er á hreyfingu.Þetta kerfi hefur verið notað með mjög góðum árangri á íslandi með öðrum viðgerðarefnum frá Weber við sérstaka aðstæður, m.a. á mikið sprungin múrkerfi. Þykkmálningin andar þannig að hún heldur raka ekki inní sér þó hún myndi þykka húð. Einnig bjóðum við Weber.sil P síliconmálningu sem er sérhönnuð fyrir sementsmúr, acrylmúr og síliconmúr og hefur mikla vatsnfælni.

Webercote Primer – grunnur.
Sem rykbindi og viðloðunargrunnur á múr og steypta fleti. Lokar háræðasprungum, rykbindur,  þéttir og eykur viðloðun. Notaður sem grunnur undir Webercote Smooth málninguna og Webercote EC þykkmálninguna .
Tækniblað: 05.005

Webercote Smooth.
Webercote Smooth málningarkerfið veitir einstaka vörn á múraða og steypta fleti og er frábært yfirborðsefni á Weber Therm múrklæðningarnar. Afar endingargóð akrýl málning og endingin getur auðveldlega verið 10-15 ár. Mikið veðrunarþol , öndun og teygja gerir málninguna frábæra fyrir íslenskar aðstæður. Framleidd eftir stöðlum BS EN 1504-2.
Tækniblað: 05.010

Webercote EC – Þykkmálning.
Einþátta hágæða teygjanleg akryl málning til að mynda hámarksvörn þar sem álag er mikið eða sprungur hafa myndast í undirlagi. Myndar 0,5 mm þykka filmu sem er þykkara en flestar aðrar málningar og þolir því meiri hreyfingu. Mikið veðrunarþol og vatnsvörn. Lokar sprungum allt að 3 mm. Andar og hleypir rakagufum í gegn. Framleidd eftir staðlinum BS EN 1504-2.
Tækniblað: 05.020

Webersil P.
Leysiefnalaus, vatnsþynnanleg sílikonmálning fyrir múraða fleti og múrklæðningar. Einstök vatnsvörn og andar rakagufum vel í gegn. Hrindir frá sér óhreinindum og hentar því vel á grófa áferð. Bakteríu og mygluvarin. Þolir vel sólarljós , súrt regn og aðra umhverfisþætti sem herja á byggingar. Hentar vel yfir múrklæðningar með sílikonmúr eða skrapaðri og hraunaðri áferð.
Tækniblað: 07.420

Webertec Mulsibond – Límgrunnur og sealer.
Sérblandaður límgrunnur og sealer tilað loka og líma saman múr eða steypu með háræðasprunguneti eða stærri sprungum. Límir einnig lausan múr eða ílagnir. Frábær grunnur af anhydrit gólfílagnir. Notast óblandaður.
Tækniblað: G.010

Webertec Acrylic sealer.
Hágæða Akryl sealer til að vernda steypt gólf og sjónsteypu fyrir veðrun , vatni og álagssliti. Hágæða acryl mólikul loka háræðasprunguneti og þétta steypuna. Einnig hafa rannsóknir sýnt stóraukið slitþol á steyptum gólfum sem meðhöndluð hafa verið með Webertec acrylic sealer. Mælum með 2 umferðum á ómeðhöndlaða steypu.
Tækniblað: 06.400

Webertec aquapel crème.
Vatnsþynnanlegtog sílikonrík milliþykk vatnsfæla sem hönnuð er til að smúga djúpt inn í undirlagið og hindra að vatn komist inn um sprungur og gljúpa fleti. Myndar mikla vatnsvörn en um leið leyfir fletinum að anda og býr til góðann grunn fyrir málningu. Ein umferð nægir og hægt að rúlla eða sprauta en ýrist lítið.
Tækniblað: G.022

Weber prime 4716.
Weber Floor 4716 ( MD-16) er vatnsleysanlegur akrylgrunnur sem viðloðun og undirbúningur fyrir múr og flotefni. Weber 4716 er einnig notaður til að styrkja veikt undirlag. Þá er grunnurinn þynntur 1:5 í vatni og borin á í miklu magni.
Tækniblað: 12.716

Utanhúsmálning á múr og stein