Múrefni og viðgerðarblöndur

Múr og viðgerðarblöndur (tecnical Morters) frá Weber Ltd UK hafa verið notaðar á Íslandi í yfir 35 ár. Vörulínan samanstenur af flotsteypum ,sementsbundnum, epoxy og polyester auk viðgerðarmúrs í miklu úrvali ásamt vörum til verndar á steinsteyptum mannvirkjum. Þeir bjóða einnig frábær viðgerðarefni fyrir svalir, tröppur og steinsteypt golf utanhúss.

Weber-Ltd sérhæfir sig í að þjónusta byggingargeirann í heild ásamt að sérhæfa sig í flugvallamannvirkjum, hafnarmannvirkjum, umferðarmannvirkjum, járnbrautarmannvirkum ásamt orkuverum og framleiðslufyrirtækjum af ýmsum toga. Dæmi um verkefni sem hafa verið unnin með Weber múrefnum á Íslandi eru: Viðgerð á norður/suður garði Reykjavíkurhafnar. Kranaspor í sundahöfn fyrir Eimskip. Grautun í aðrennslisgöngum Fljótsdalsvirkjunar. Grautun undir vélar og stöppla í Álverinu á Grundartanga. Stálrammar í kerskála Alcan í Staumsvík og ótal margt fleira.

Tæknimenn Weber.Ltd UK hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af notkun á efnunum og eru alltaf reiðubúnir að koma að því að leysa erfið sérhæfð verkefni.

OCR – Milligróf pússningablanda –

Milligróft pússningar og viðgerðarefni til að draga á og jafna út misfellur í steypu yfir vel rappað eða undirbúið undirlag t.d milliveggjaplötur , rappaða steypu. Einnig hentugt í allar hefðbundar viðgerðir á múr eða steypu. Þegar efnið er fullharðnað er það frostþolið og vatnsþétt.   Tækniblað: weberend ocr

 

Weberrend Bondcoat – Rappmúr  bindirmúr

Frábær límkennd múrblanda / rappmúr til að öðlast bindingu við slétt eða sleipt yfirborð fyrir Weber pússningarefnin. Hentar vel á steypu eftir mótauppslátt , málaða fleti eða inn í viðgerðir og sagaða fleti

Tækniblað: webercem bondcoat

 

Five Star repair concrete –

Rýrnunarlaus fljótandi viðgerðarblanda fyrir krefjandi aðstæður. Sérhönnuð fyrir viðgerðir i gólfum á  umferðar og hafnarmannvirkjum auk til viðgerða á steyptum bitum og súlum í öðrum íbúðarmannvirkjum. Þykktarsvið 15 – 500 mm , lágmarksviðgerð 15 mm

Tækniblað 04.020

 

Webercem Mortar :

Sementsbundin , polymerrík , hágæða viðgerðarblanda með mikinn styrk og frábæra viðloðun á lárétta og lóðrétta fleti. Eftir þornun er bandan vatnsþétt og þolir álag veðrunar og farartækja í gólfum.

Tækniblað: 03.010

 

Webercem Pyrapatch:

Viðgerðarefni fyrir stéttar og iðnaðargólf

Níðsterkt og hraðþornandi viðgerðarefni fyrir viðgerðir í stéttum , iðnaðargólfum , bílaplönum , flugbrautum og álíka svæðum þar sem álag er yfir meðallagi og þörf er á stuttum verktíma. Vinnslutími 15-20 mín. Full umferð eftir 3 klst

Tækniblað: 08.100

 

Múr og viðgerðarblöndur frá Weber Ltd UK hafa verið notaðar á Íslandi í yfir 35 ár