Múrklæðningar

Weber-UK Múrklæðningar hafa verið á markaðnum á Íslandi í nær 20 ár en í áratugi í Bretlandi og víðar. Klæðningarnar hafa reynst einstaklega vel við Íslenskar aðstæður og hefur lykill af því ekki hvað síst verið sá að við reynum að vinna í sameiningu með fagmönnum að miðla réttum upplýsingum um vinnubrögð og efnisval þegar það á við. Flestir fagmenn sem byrjað nota Weber múrklæðningar velja þær aftur og aftur bæði vegna gæða og líka vegna þess hve þægilegt er að vinna þær. Weber-UK múrklæðningar bjóða uppá ótal marga möguleika í útfærslu á yfirborði og útliti allt frá sléttpússuðu lituðu yfirborði úr síliconmúr eða máluðu út í steiningarefni, skrapmúr eða allt eftir ykkar höfði.

Við aðstoðum Verkfræðistofur, hönnuði og húsbyggjendur með deililausnir og hönnun til að aðlaga múrkerfið að húsinu til að ná þeim árangri og ending sem ætlast er til.

Weber XM – Multilayer system – Múrklæðning fyrir  EPS plasteinangrun

 

Hágæða múrklæðning á EPS plasteinangrun sem samanstendur af LAC undirmúr , trefjaneti , sérstökum horna og endalistum , gluggalistum , botnlistum og PTC yfirborðspússningu eða steiningu. Einnig eru möguleikar á lituðum silikonmúr , skrapmúr , eða sprautaðri hraunáferð.

Weber LAC undirmúrinn er polymerríkur og léttur límmúr með frábæra viðloðun og einstaklega léttur í meðförum. Mikið teygjuþol og einstakt vatnsþol býr til frábæran grunn undir þetta múrkerfi.

Weber XM múrklæðningin hefur reynst afar vel við erfiðar aðstæður hér á landi undanfarin 20 ár. Múrefni leggur sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu við fagmenn , hönnuði og verkkaupa til að verkefnin takist vel og til að lágmarka alla þætti sem geta haft áhrif á endanlegt útlit og endingu múrklæðningarinnar. Öll efni og aðrir hlutar kerfisins eins og net, listar og önnur atriði eru keypt af framleiðanda og hafa verið prófuð af honum og er kerfið sem heild margverðlaunað og viðurkennt.

Tækniblað XM system : 07.001   Lac Undirmúr  : 07.202     PTC Yfirmúr: 07.504

Verklýsing: verklsing fyrir weber.therm xm sléttpússað eða steinað

 

Weber  – Webertherm XL – Stálnetskerfi yfir steinullareinangrun.

 

Múrklæðning yfir ryðfrítt stálnet fyrir steinullareinangrun sem samanstendur af polymerríkum PUC undirmúr í 10-12 mm , ryðfríum þjálum stálnetsmottum , díflum , smellum fyrir net ásamt horna, glugga og endalistum. Að lokum er pússað  ,steinað eða hraunsprautað með Weber PTC hvítum eða gráum yfirmúr / steiningarmúr. XL kerfið hefur sannað gildi sitt hér á landi og hefur verið notað í krefjandi opinber verkefni á stórar byggingar og fjölbýlishús. Ef kerfið er unnið samkvæmt leiðbeiningum og undir eftirliti söluaðila og framleiðanda er lágmarksending kerfisins 10 – 15 ár.

Tækniblöð :  XL-System 0.700: 07.000   PUC undirmúr : 07.503    PTC yfirmúr : 07.504

Verklýsing: verklýsing fyrir expolath slétt og málað

Múrklæðningar sem hafa reynst einstaklega vel við Íslenskar aðstæður