Múrklæðningu Gamla Garðs lokið

Nú er lokið við að múrklæða Gamla Garð við Háskóla Ísland með Weber XL múrkerfi frá Weber-UK í Bretlandi. Verktaki var GM Einarsson og um málningarvinnu sá Sveinbjörn Sigurðsson. Verkið er sérstaklega vel heppnað og lítur húsið út eins og nýtt og var yfirmúrnum sprautað á með sérstakri aðferð til að fá upprunalegt útlit á húsið. Kerfið er byggt upp sem sementsbundinn undirmúr sem er borinn uppi með ryðfríu stálneti og sementsbundinn yfirmúr. Húsið er síðan málað með Weber.coat smooth sem er hönnuð sérstaklega fyrir múrkerfið.

Við Óskum Félagstofnun Stúdenta til hamingju með glæsilegar endurbætur.