Sealer og þéttiefni

Velosit WP 101 – Slitsterkur Vatnsþéttimúr

Sementsundið slitsterkt vatnsþéttiefni / filtefni sem nær styrk mun fljótar en svipuð efni. fyrir fínar holufyllingar og almennar vatnsþéttingar á sökklum , kjöllurum , vatnstönkum , lyftugryfjum.  Frábær vatnsþétting , mikil viðloðun án grunns og 50mpa fullur styrkur. Vinnslutími 45 mín og göngufært á 3 – 4 klst .Steypugrár litur. Þolir vatnsþrýsting eftir 24 klst.

Tækniblað: Velosit WP 101

 

Arcan Silibond 970 – Sealer , herðir og þekja

Sealer – gegndreypiefni sem byggir á virkri Silicat lausn , notuð til að verja steypufleti fyrir ágangi efna og veðurs og til að herða , styrkja og rykbinda steypuna. Einnig til að úða yfir blauta steypu til að varna of hraðri uppgufun. ( Cure )

 

Silibond – 970 er glært , vatnsþynnanlegt sealer / gegndreypiefni sem byggir á sérhannaðri lausn úr Silicat og Silane efnum. Þessi efni gera það að verkum að Silibond 970 efnið sem sett er yfir harðnaða steypu gengur í efnasambönd við sement og íblöndunarefni steypunnar og smýgur inn í háræðasprungur og holur hennar. Þannig verður yfirborð steypunnar harðara og minni líkur að þurrefni losni úr steypuni með tímanum og myndi ryk.

Efnið myndar ekki filmu á yfirborðini og smýgur djúpt inn í steypuna og herðir yfirborðið og allt að 10 – 20 mm inn í steypuna og fyllir holur og háræðasprungur í steypunni. Efnið er leysiefnalaust og inniheldur engin eiturefni.

Silibond 970 er frábært efni yfir vélslípuð gólf þar sem það býr til sterkara yfirborð og þannig gerir það að verkum að slit verður minna og minnkar líkur á fínu ryki til muna. Að auki nýtist það afar vel til að bera á nýsteypt gólf til að varna of hraðri uppgufun án þess að skilja eftir filmu á yfirborði steypunnar. Auk þess hentar það vel yfir sjónsteypu þar sem efnið breytir á engan hátt lit eða áferð steypunnar en ver hana fyrir vatni , veðrun og óhreinindum

PowerSeal 795 – Slitsterkur og öflugur sealer fyrir steypu.

 

Glær vatnsþynnanlegur sealer með einstakt slitþol og mikla vörn gegn efnum og olíu og feiti.

Hann er veðrunarþolinn , þolir UV sólarljós og gulnar ekki. Ver steypu gegn rýrnunarsprungum og heit bíldekk mynda ekki för í PoweSeal 795.

Frábær viðloðun og mikil vörn gegn umhverfisþáttum og efnum gera þetta efni að góðum valkosti þegar verja á steypta fleti úti sem inni. Hentar á steypu , flotefni , terrazo og náttúrustein.

PowerSeal 795 er einþátta efni og auðvelt er að bera efnið á. Má rúlla og sprauta.

Gömul gólf sem er gljúp og drekka í sig má grunna með þynntu PowerSeal 795 með vatni 20-30 %. Á nýsteypt og slétt gólf sem drekka lítið í sig nægir ein umferð til að veita góða vörn en tvær umferðir veita hámarksvörn og heilsteypta áferð.